Nýjast á Local Suðurnes

Malbikun í Reykjanesbæ á þriðjudag

Mynd: Facebook / Loftorka

Malbikunarfyrirtækið Colas stefnir að því að malbika tvo kafla í Reykjanesbæ þriðjudaginn 29. ágúst.

Um er að ræða hluta af Njarðarbraut, hægri akrein Njarðarbrautar til norðurs. Kaflinn afmarkast af Hjallaveg og Hafnarbraut. Áætlaður verktími er frá 09:00-14:00.

Þá verður tekinn kaflinn Faxabraut/Sólavallagata, kaflinn afmarkast frá Hringbraut, Hólabraut og Sólvallagötu.
áætlaður verktími er frá 09:00-14:00.

Nánari útskýringar á framkvæmdasvæði má sjá í meðfylgjandi myndum.