Nýjast á Local Suðurnes

Hæsta hlut­fall íbúa með er­lent rík­is­fang á Suður­nesj­um

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Flest­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar búa í Reykja­nes­bæ, þegar lítið er til stærri sveitarfélaga landsins eða 32,6% af íbúafjölda sveitarfélagsins, á móti 17,6% í Reykja­vík, 15,1% í Hafnar­f­irði og 13,7% í Kópa­vogi en í Garðabæ er hlut­fallið 6,7%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þjóðskrá, en þar kemur einnig fram að þegar horft sé til lands­hluta þá er hæsta hlut­fall íbúa með er­lent rík­is­fang á Suður­nesj­um, 29,4% íbúa, og Vest­f­irðir koma næst með 21,8% íbúa. Lægsta hlut­fall íbúa með er­lent rík­is­fang er á Norður­landi eystra, 11,1%.