Vínbúðin og Domino´s loka snemma í dag
Vegna slæmrar veðurspár verður Vínbúðinni við Krossmóa lokað kl. 16.00 í dag, auk fleiri Vínbúða. Í samræmi við ráðleggingar Almannavarna er áhersla lögð á að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina þannig að allir verði komnir heim áður en óveður skellur á, segir í tilkynningu.
Þá hefur Domino´s ákveðið að loka stöðum sínum klukkan 17 í dag. Heimsendingum verður hætt hálftíma fyrr. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að með öryggi viðskiptavina og starfsmanna að leiðarljósi meti fyrirtækið stöðuna sem svo að það þjóni ekki neinum tilgangi að halda úti óbreyttum opnunartíma.