Þrír leikmenn Grindavíkur í æfingahópinn fyrir undankeppni EuroBasket 2017

Í gær var tilkynnt um hvaða 15 leikmenn voru valdir í æfingahóp fyrir undankeppni EM í körfubolta kvenna, en lokakeppnin fer fram árið 2017. Íslenska kvennalandsliðið mun hefja keppni laugardaginn 21. nóvember.
Fyrsti leikur liðsins verður í Ungverjalandi í borginni Miskolc og svo tekur við heimaleikur í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember gegn Slóvakíu.
Þrír leikmenn Grindavíkur eru í hópnum, en það eru þær Björg Einarsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Þetta kemur fram á Grindavik.is.
Hópinn í heild sinni má skoða á kki.is.