Nýjast á Local Suðurnes

Fjórar sterkar áfram hjá Keflavík í fótboltanum

Keflvíkingar sömdu um helgina við fjóra leikmenn kvennaliðsins í knattspyrnu, tvíburasysturnar Kötlu og Írisi Þórðardætur ásamt því að framlengja við landsliðsstelpurnar Anitu Lind Daníelsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Katla og Íris spiluðu báðar sinn fyrsta meistarflokksleik með Keflavík 2015. Katla hefur spilað 20 leiki í deild og bikar og hefur skorað 5 mörk en Íris hefur spilað 19 leiki í deild og bikar.

Anita spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavík 2014. Hún á að baki 27 leiki í deild og bikar með Keflavík og skorað í þeim leikjum 7 mörk.

Sveindís Jane lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavík árið 2015. Hún á að baki 25 leiki í deild og bikar með Keflavík og skorað í þeim 31 mark.