Nýjast á Local Suðurnes

Stórsigur í lokaleiknum hjá Keflavík

Mynd:Kd. Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur fóru mikinn í lokaleik Íslandsmótsins í 1. deild kvenna, sem fram fór á laugardaginn á Nettóvellinum. Keflavíkurstúlkur tóku þá á móti Víkingi Ólafsvík. Fyrir leik áttu stelpurnar smá möguleika á 3. sætinu, en til þess þurfti Þróttur R. að tapa gegn Hömrunum á Akureyri og Keflavík að sigra með 8 marka mun.

Keflvíkingar kláruðu sinn leik með miklum sóma og unnu öruggan 9 – 1 sigur, eftir að hafa leitt 3 – 1 í hálfleik. Þróttur vann hins vegar 0 – 1 á Akureyri og endaði Keflavík þar með í 4. sæti í deildinni.

Mörkin í leiknum skoruðu: Sveindís Jane 2, Katla María 2, Þóra Kristín 2, Anita Lind, Natasha Anasi og Birgitta Hallgríms.