Nýjast á Local Suðurnes

Skipuleggja mótmæli við Reykjanesbraut

Stefnt er að mótmælum við Reykjanesbraut á næstunni vegna breytinga á samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt áætluninni verður ekki farið í framkvæmdir á 5,5 kílómetra tvöföldun á milli Krísuvíkurafleggjara og Hvassahrauns fyrr en árið 2025.

Biðlað er til þeirra sem vilja leggja hönd á plóg við skipulagningu og framkvæmd mótmæla að hafa samband við Guðberg Reynisson, einn forsvarsmanna Stopp – Hingað og ekki lengra! hópsins á Facebook. Í færslu Guðbergs á vettvangi hópsins kemur fram að viðburðinn gæti orðið að veruleika með mjög stuttum fyrirvara.