Bílvelta á Reykjanesbraut við eftirför lögreglu
Bílvelta á Reykjanesbraut, nærri Grindavíkurafleggjara, síðdegis í dag varð við eftirför lögreglu. Einn var fluttur á slysadeild en meiðsli voru minniháttar.
Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir, við Vísi.is, að alvarleg bílvelta hafi orðið á Reykjanesbraut þegar lögregla veitti ökumanni eftirför síðdegis. Bílnum var ekið í átt að Reykjanesbæ en hann valt yfir vegrið og hafnaði í kanti við gagnstæðan vegarhelming.
Mynd: Aðsend