Nýjast á Local Suðurnes

Torkennilegur hlutur fannst á Keflavíkurflugvelli – Vinnusvæði rýmt

Torkennilegur hlutur fannst við uppgröft á vinnusvæði á Keflavíkurflugvelli um klukkan 17 í dag. Samkvæmt heimildum sudurnes.net var umrætt svæði rýmt.

Miklar framkvæmdir standa yfir á flugvallarsvæðinu og eftir því sem sudurnes.net kemst næst munu verktakar hafa grafið niður á torkennilega hluti þannig að vinna var stöðvuð, starfsmönnum gert að yfirgefa svæðið og viðeigandi viðbragðsaðilum gert viðvart.

Rétt er að taka fram að ekki hefur náðst í fulltrúa Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar vegna málsins.