Nýjast á Local Suðurnes

Grófu niður á gamalt flugvélaflak

Talið er að torkennilegur hlutur sem grafið var niður á á vinnusvæði á Keflavíkurflugvelli í dag hafi verið gamalt flugvélaflak. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við sudurnes.net.

Töluverður viðbúnaður var vegna þessa um klukkan 17 í dag og var svæðið sem um ræðir rýmt, í samræmi við vinnureglur. Lögregla og heilbrigðiseftirlit voru kölluð til vegna málsins. Lögreglan á Suðurnesjum hefur umsjón með málinu en ekki hefur náðst í lögreglu vegna þessa.