Nýjast á Local Suðurnes

Hinsegin vika í Grindavík

Dagana 16.-20. maí næstkomandi fer fram hinsegin vika í Grindavík. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni. 

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hvatti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag fyrirtæki og stofnanir í Grindavík til þess að flagga regnbogafánanum þann 17. maí en sá dagur er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. 

Dagskrá vikunnar er í vinnslu og verður kynnt betur síðar en meðal annars verður boðið upp á fræðslu um hinsegin málefni, viðburði og uppákomur.