Nýjast á Local Suðurnes

Hald lagt á fíkniefni við húsleit – Áhersla lögð á að uppræta framleiðslu fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á nokkurt magn amfetamíns og kannabisefna í húsleit sem gerð var í umdæminu nýverið, að fenginni heimild. Á öðrum stað fundust einnig fíkniefni sem talin eru hafa verið ætluð til sölu og dreifingar. Þá voru tveir einstaklingar til viðbótar staðnir að vörslu á kannabisefnum. Annar þeirra framvísaði efninu en hinn kastaði poka með kannabisefnum út úr bifreið, sem lögregla stöðvaði við hefðbundið umferðareftirlit.

Lögreglan á Suðurnesjum stendur nú að áhersluverkefni sem felst í því að uppræta framleiðslu fíkniefna í umdæminu og stöðva sölu og dreifingu fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.