Nýjast á Local Suðurnes

Hætta dreifingu á fjölpósti

Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Suðurnesjum. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póstinum þar sem segir að magn fjölpósts hafi dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif séu á dreifingu bréfapósts og fjölpósts. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort eða hversu mörgum starfsmönnum verður sagt upp á Suðurnesjum.