Nýjast á Local Suðurnes

Dregur úr skjálftavirkni – Litakóði fyrir flug verður þó gulur enn um sinn

Mynd: Veðurstofan.

Dregið hef­ur úr skjálfta­virkni á Reykja­nes­hrygg. Litakóði fyr­ir flug er enn gul­ur fyr­ir eld­stöðina Eld­ey sem er um 15 kíló­metr­um norð-aust­ur af Geir­fugla­skeri.

Gul­ur tákn­ar að eld­stöðin sýni merki um virkni en kóðinn var hækkaður úr græn­um sem tákn­ar virka eld­stöð en eng­ar vís­bend­ing­ar um að gos sé vænt­an­legt.

“Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg heldur áfram. Ekki eru nein mælanleg merki um eldsumbrot en vegna aukinnar skjálftavirkni á svæðinu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið í samráði við vísindamenn og Almannavarnir að breyta litakóða fyrir flug úr grænum í gulan fyrir eldstöðina Eldey sem er um 15 km norð-austur af Gerifuglaskeri.” Segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.