Nýjast á Local Suðurnes

Beinar útsendingar frá leikjum Keflavíkur í knattspyrnu

Möguleiki á útsendingum frá leikjum annara Suðurnesjaliða kannaður

Hljóðbylgjan Svæðisútvarp Suðurnesja fm 101.2 hefur gert samkomulag við knattspyrnudeild Keflavíkur um að taka að sér að lýsa leikjum Keflavíkur heima og heiman það sem eftir er af þessu tímabili, þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljóðbygjunni.

Fyrsti leikurinn sem lýst verður í beinni útsendingu á Hljóðbylgjunni fer fram mánudaginn 13 júlí kl 19:15 en þá mætast Leiknir Reykjavík og Keflavík. Útsendingar munu hefjast klukkustund fyrir leik þar sem hitað verður upp með viðtölum og ýmsum skemmtilegheitum. Eftir leiki verður svo leitað viðbragða leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.

Á fimmtudagskvöldum kl 21 verður þátturinn Sportrásin.is á dagskrá útvarpsstöðvarinnar þar sem gestir verða teknir tali og hinir ýmsu sérfræðingar spá í leiki næstu umferðar og síðasta umferð tekin tekin fyrir.

Hægt er að hlusta á útsendingu stöðvarinnar á fm 101.2, í Sjónvarpi Símans og netinu.

Einnig vinnur Hljóðbylgjan að því að bjóða upp á beinar útsendingar frá leikjum annara liða á svæðinu en það er allt í vinnslu og ættu fréttir af því að berast fljótlega.