Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert smit en fjölgaði um 30 í sóttkví

Enginn hefur greinst með kórónuveirusmit á Suðurnesjum síðan í lok apríl, en 66 eru skráðir í sóttkví á svæðinu. Samkvæmt tölum gærdagsins voru 36 einstaklingar skráðir í sóttkví þannig að töluvert hefur fjölgað í þeim hópi á milli daga.

Nýjustu tölur um fjölda smitaðra og þeirra sem sæta sóttkví eru birtar daglega á vefnum covid.is sem haldið er úti af Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.