Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla stöðvaði baðferð við Reykjanesvirkjun

Lögreglan á Suðurnesjum hafði á dögunum afskipti af fjórum einstaklingum sem höfðu skellt sér í bað í útfallinu við Reykjanesvirkjun.

Var fólkinu tilkynnt að þessi iðja væri bönnuð og síðan fylgt út af svæðinu í kjölfarið.

HS Orka sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkru síðan vegna svipaðra mála þar sem fram koma að þessi háttsemi gæti verið stórhættuleg.