Nýjast á Local Suðurnes

Gönguleið að gosstöðvum orðin greiðfær

Búið er að lagfæra gönguleiðina alla leið að gosstöðvunum við Meradali og er hún orðin mun greiðfærari. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Samhæfingarmiðstöðvar Almannavarna.

Þar segir jafnframt að gestum á svæðinu hafi fækkað mikið, nú komi á bilinu þúsund til fimmtán hundruð manns á dag en áður um þrjú til fjögur þúsund. Því hafi verið dregið úr veru viðbragðsaðila.

Björgunarsveitarfólk vinnur með viðbragðsaðilum fram yfir helgi til að tryggja yfirfærslu verkefna og verklags. Frekari aðkoma björgunarsveita að eftirliti og gæslu verður metin í næstu viku.