Nýjast á Local Suðurnes

Upplýsingamiðstöð Reykjanes jarðvangs opnar í Duushúsum

Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur verið opnuð í gestastofu Reykjanes jarðvangs, Bryggjuhúsi Duus safnahúss. Upplýsingamiðstöðin er landshlutamiðstöð og þjónar því Suðurnesjasvæðinu öllu.

Áhersla verður lögð á að veita ferðamönnum haldgóðar upplýsingar um hvað hægt sé að sjá, gera og upplifa á svæðinu. Fljótlega getur Upplýsingamiðstöðin farið að sinna bókunarþjónustu fyrir gesti.

Um leið og við kynnum okkur til leiks viljum við benda ferðaþjónum á að allar upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri eru vel þegnar og allra hagur að kíkja inn, kynna sig og kynnast okkur, segir í tilkynningu.

Sumaropnunartímar:

Mánudaga – föstudaga: 9-17
Laugardaga – sunnudaga: 12-17

Upplýsingamiðstöðin er eins og áður sagði sagði í Bryggjuhúsi Duus safnahúss við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ.