Nýjast á Local Suðurnes

Velta á Grindavíkurvegi og útafakstur á Reykjanesbraut

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bílvelta varð t.d. á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Hún fór tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi. Einn farþegi var í bílnum og virtist hann hafa sloppið með minni háttar meiðsl og ökumaðurinn ómeiddur. Engu að síður voru þeir báðir fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Þá missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að hún hafnaði á víravegriði. Ökumaðurinn fann til verkja eftir óhappið og var fluttur á HSS með sjúkrabifreið. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni og vegriðinu.