Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungi

Innri - Njarðvík

Íbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungi, miðað við önnur sveitarfélög á landinu, eða um 6% milli ára. Hækk­un­in var 5% á höfuðborg­ar­svæðinu.

Á Ak­ur­eyri og í Árborg mæld­ist minni hækk­un, eða um 3%. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

Í Hagsjánni segir einnig að þetta séu nokkuð minni hækk­an­ir milli ára en mæld­ust á fyrri fjórðung­um árs­ins, en engu að síður nokkr­ar í ljósi versn­andi stöðu í at­vinnu- og efna­hags­mála, sér í lagi á þeim landsvæðum sem hafa reitt sig veru­lega á ferðaþjón­ustu.