Íbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungi

Íbúðaverð hækkaði mest í Reykjanesbæ á þriðja ársfjórðungi, miðað við önnur sveitarfélög á landinu, eða um 6% milli ára. Hækkunin var 5% á höfuðborgarsvæðinu.
Á Akureyri og í Árborg mældist minni hækkun, eða um 3%. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Í Hagsjánni segir einnig að þetta séu nokkuð minni hækkanir milli ára en mældust á fyrri fjórðungum ársins, en engu að síður nokkrar í ljósi versnandi stöðu í atvinnu- og efnahagsmála, sér í lagi á þeim landsvæðum sem hafa reitt sig verulega á ferðaþjónustu.