Nýjast á Local Suðurnes

Aukinn hagnaður af rekstri Kölku

Rekstrarhagnaður Kölku, fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) nam rúmlega 97 milljónum króna árið 2017 en var rúmar 82 milljónir króna árið 2016. Heildarhagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsgjöld nam rúmlega 9,2 milljónum króna samanborið við 4,8 milljóna króna tap árið 2016.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017, sem lagður var fram til afgreiðslu á stjórnarfundi fyrirtækisins þann 17. maí síðastliðinn. Þá var einnig var lögð fram endurskoðunarskýrsla og staðfestingarbréf stjórnar. Endurskoðandi fyrirtækisins mætti á fundinn og fór yfir og skýrði niðurstöður fyrir stjórninni, sem lýsti ánægju sinni með niðurstöðu ársins.

Heildarrekstrartekjur ársins námu rúmum 622 milljónum króna en voru rúmar 545 mkr. árið 2016. Í árslok 2017 námu heildareignir félagsins rúmlega 1.057 mkr. en skuldir og skuldbindingar námu rúmum 782 mkr. Eigið fé er rúmlega 275 mkr. og eiginfjárhlutfall félagsins 26,03% samanborið við 24,82% í árslok 2016.