Nýjast á Local Suðurnes

Fjörheimar rafrænir vegna Covid-19

Starfsemi í Félagsmiðstöðinni Fjörheimum, sem staðsett er í 88-húsinu við Hafnargötu í Reykjanesbæ, verður með rafrænu sniði á næstunni um óákveðinn tíma. Kórónuveirusmitaður einstaklingur tók þátt í starfsemi stöðvarinnar á dögunum og þurftu starfsmenn og tugir nemenda úr sex grunnskólum að fara í sóttkví í kjölfarið.

Staðan verður endurmetin eftir því hvernig ástandið í samfélaginu þróast, segir í tilkynningu á vef Fjörheima. Allir er hvattir til þess að vera virkir og taka þátt í öllu því skemmtilega sem er á döfinni á samfélagsmiðlunum.