Mikið fjör og frumlegir búningar á “Öskudagur got talent” – Myndir!

Það mátti sjá frumlega búninga og upplifa mikið fjör þegar Öskudagur got talent fór fram á öskudaginn – Fjöldi krakka tók þátt í keppninni og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið lagt í búningana.
Tilkynnt verður um sigurvegara í keppninni síðar í dag en ljóst er að dómnefndin á erfitt verk fyrir höndum.