Nýjast á Local Suðurnes

Keppendur frá Suðurnesjum í “Grillsumrinu mikla” – Atkvæðagreiðsla stendur yfir

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla í grillkeppninni „Grillsumarið mikla“ en það eru grillþættir sem sýndir voru á MBL Sjónvarpi og Youtube í sumar. Meðal keppnisliða eru lið frá Suðurnesjum – Til að greiða Suðurnesjaliðunum atkvæði þarf að fara inn á heimasíðu Grillsumarsins og smella einu „like-i“ á annað hvort liðið eða bara bæði.

Liðið úr Grindavík heitir “Svakasnöggir” og töfruðu þeir félagar fram dýrindis „surf & turf“ ásamt grilluðum ávöxtum með súkkulaði í eftirrétt.

Meðlimir “Soho Grillvinafélagsins” eru fimm ungir menn búsettir í Keflavík, þeir hafa sérstakan áhuga á grillmat og bjór og eru einstaklega gestrisnir. Þeir buðu upp á Grillað nauta ribeye frá Skare marineruð upp úr Filippo Berio Extra Virgin ólífuolíu með salti, pipar og fersku timmían.

Myndböndin frá liðunum tveimur má sjá hér fyrir neðan: