Nýjast á Local Suðurnes

Ökumaður sem flúði eftir umferðaróhapp handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum elti uppi ökumann sem flúði af vettvangi eftir bílveltu á Strandarheiði á Reykjanesskaga á sjöunda tímanum í kvöld.

Þetta kemur fram á vef RÚV, sem hefur eftir lögreglunni á Suðurnesjum að maðurinn, sem var einn í bínum, hafi verið handtekinn og dvelji nú í fangageymslu grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna.