Nýjast á Local Suðurnes

Silja, Páll Jóhann og Páll Valur myndu ekki ná þingsæti ef kosið yrði nú

Sé miðað við nýja könnun Fréttablaðsins

Núverandi þingmenn Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi.

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins í dag myndi framsóknarflokkurinn einungis fá einn mann kjörinn í suðurkjördæmi ef kosið yrði nú en fékk fékk fjóra í síðustu kosningum. Björt framtíð myndi ekki ná manni inn á þing.

Framsóknarfólkið Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson og þingmaður Bjartrar framtíðar í kjördæminu, Grindvíkingurinn Páll Valur Björnsson myndu því ekki ná þingsæti ef gengið yrði til kosninga í dag.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking héldu sínum mönnum inni á þingi samkvæmt sömu könnun og Píratar fengju fjóra þingmenn kjörna í kjördæminu.

pall valur bjornsson

Páll Valur Björnsson