Nýjast á Local Suðurnes

Sólseturshátíðin í Garði hefst á mánudag

Meðal skemmtiatriða á hátíðinni verða Jón Jónsson og Amabadama

Bæjarhátíð Garðmanna, Sólseturshátíðin, hefst á mánudagskvöld með karlakvöldi í Sundlauginni í Garði og svo rekur hver viðburðurinn annan, alla næstu viku.

Fréttabréfi með dagskrá hátíðarinnar hefur þegar verið dreift í öll hús í Garðinum. Stjórn Víðis, sem er framkvæmdaraðili að hátíðinni fyrir bæjarfélagið, hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá sem má finna hér.

maria-olafs-broken

María Ólafs mun án efa taka Eurovision lagið á Sólseturshátíðinni.

Meðal skemmtiatriða á hátíðinni verða Jón Jónsson, Amabadama, María Ólafs og Hreimur and Made in sveitin. Auk þess munu fjöldinn allur af listamönnum úr Garðinum og nærsveitum stíga á svið.

Íbúar eru hvattir til að setja bæinn í hátíðarbúning með skreytingum, kynna sér dagskrána vel og vera duglegir að taka þátt í dagskrá Sólseturshátíðar, segir í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.