Fljúga Max-vélunum til Spánar

Tveimur af fimm Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelandair verður flogið til Spánar á morgun.
Vélarnar verða staðsettar rétt fyrir utan Barcelona. Áður hafði verið greint frá því að fljúga ætti vélunum til Frakklands um mánaðamótin en ekkert varð úr því þar sem ekki fékkst leyfi til að fljúga yfir Frakklandi.
Þoturnar hafa staðið ónotaðar á Keflavíkurflugvelli frá því um miðjan mars sökum kyrrsetningar.