Nýjast á Local Suðurnes

Fljúga Max-vélunum til Spánar

Tveim­ur af fimm Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelanda­ir verður flogið til Spán­ar á morgun.

Vélarnar verða staðsettar rétt fyr­ir utan Barcelona. Áður hafði verið greint frá því að fljúga ætti vélunum til Frakk­lands um mánaðamót­in en ekk­ert varð úr því þar sem ekki fékkst leyfi til að fljúga yfir Frakklandi.

Þot­urn­ar hafa staðið ónotaðar á Kefla­vík­ur­flug­velli frá því um miðjan mars sök­um kyrr­setn­ing­ar.