Nýjast á Local Suðurnes

Eftirför lögreglu endaði á flugstöðvarbyggingunni – “Atburðurinn mjög alvarlegur”

Maður var hand­tek­inn í komu­sal Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar um klukkan 18:30 í kvöld, en hann hafði ekið glæfra­lega á Reykja­nes­braut­inni, klesst bíl­inn, kýlt lög­reglu­mann, þvingað kven­kyns öku­mann úr bíl hennar með valdi og stungið af.

Lögregla veitti manninum eftirför, en ökuferðin endaði þegar hann klessti bíl­inn á komusal flug­stöðvarinnar. Lögregla hefur ekki tjáð sig um hvort maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi, en hann verður yf­ir­heyrður á morg­un.

Vitni að atburðinum í komusal flugstöðvarinnar segir í samtali við Suðurnes.net að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun þegar lögregla handtók hann í komusalnum og að mik­il geðshrær­ing hafi gripið um sig á flug­vell­in­um þegar maður­inn kom inn í komu­sal flug­stöðvar­inn­ar, en þar hafi hann meðal annars hótað fólki.

Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um atvikið, en lítur málið alvarlegum augum og segir í Facebook-færslu að málið sé í rannsókn.