Nýjast á Local Suðurnes

Mæður landsliðsmanna í aðalhlutverki í “gæsahúðaauglýsingu” Dominos – Myndband!

Lokakeppni Evrópumótsins í körfuknattleik, EuroBasket, hefst um næstu helgi í Finnlandi og er íslenska landsliðið á meðal þátttakenda að þessu sinni. Þrír Suðurnesjamenn eru í lokahópnum, þeir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson úr Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík.

Auglýsing sem Dominos lét gera fyrir mótið hefur vakið töluverða athygli, en þar eru mæður landsliðsmanna í aðalhlutverki. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.