Nýjast á Local Suðurnes

S7 bjóða áfram upp á ferðir á milli Rússlands og Íslands í sumar

Rússneska flugfélagið S7 mun áfram bjóða upp á ferðir á milli Moskvu og Keflavíkurflugvallar næsta sumar, en félagið hóf að bjóða upp á ferðir á milli landanna í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Flogið verður alla laugardaga líkt og áður og mun félagið bjóða upp á ferðirnar fram á haust.

 Flogið verður frá Moscow Domodedovo flugvellinum á laugardagskvöldum og mun flugfélagið notast við Boeing 737-800 flugvélar sem taka um 170 farþega. Frá Moskvu býður félagið upp á tengiflug til fjölmargra áfangastaða í Rússlandi og utan þess, en félagið er meðal annars í samstarfi með Quatar Airwys, American Airlines, Finnair og British Airways.

Félagið hefur þegar hafið sölu á ferðunum til Íslands, en algengt verð er um 22.000 krónur. Áhugasamir geta skoðað möguleika á tengiflugi og fylgst með á heimasíðu félagsins.