Nýjast á Local Suðurnes

Fjárfesting Airport Associates í WOW nemur um 400 milljónum króna

Airport Associates, þjónustuaðili WOW-air á Keflavíkurflugvelli, samþykkti í gær að breyta kröfum sínum á hendur WOW air í hlutafé. Um var að ræða viðskiptaskuld upp á 1,6 milljónir dollara eð tæplega 200 milljónir króna.

Auk þess að fella niður tæplega 200 milljóna króna kröfur sínar á hendur flugfélaginu mun fyrirtækið leggja WOW til nýtt hlutafé að samsvarandi fjárhæð. WOW-air stefnir á að vera með 16 flugvélar í rekstri innan tveggja ára, gangi áætlanir upp, það eru því töluverðir hagsmunir í húfi fyrir Airport Associates.