Nýjast á Local Suðurnes

“Ekki þörf fyrir braut eða brú” – Sungið um samgöngumálin

Samgöngumál hafa verið mörgum hugleikin undanfarin misseri, enda mikill niðurskurður fyrirhugaður í málaflokknum sé miðað við nýsamþykkta samgönguáætlun, auk þess sem sitt sýnist hverjum um vegatollahugmyndir ráðherra samgöngumála.

Vestfirðingurinn Sveinbjörn Jónsson skellti í ansi skemmtilegt lag um samgöngumálin, sem vert er að hlusta á, enda textinn afar skemmtilegur. Myndbandið hefur farið víða um veraldarvefinn undanfarinn sólahring eða svo og vakið mikla kátínu.