Nýjast á Local Suðurnes

Reglugerðir kveða á um hávaðamælingar á Keflavíkurflugvelli

Umhverfisstofnun hefur boðað til fundar þann 17. mars næstkomandi með öllum þeim sem koma að málum sem varða hávaða vegna flugumferðar á Keflavíkurflugvelli. Það eru Heilbrigðieftirlit Suðurnesja og Isavia, auk sveitarfélaganna á Suðurnesjum að Grindavík og Vogum frátöldum. Á fundinum verður farið yfir þær reglugerðir sem gilda um hávaða frá flugvöllum, hávaðakortlagningu og skyldur samkvæmt reglugerðum.

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, hefur mælt hávaða á svæðinu í kringum völlinn síðan í haust, en fjölmargar kvartanir bárust í sumar vegna hávaða frá flugvélum sem flugu yfir Reykjanesbæ – En það var gert vegna framkvæmda við flugbrautir á vellinum. Til stóð að birta þessar upplýsingar á vef Isavia, en af því hefur ekki orðið af tæknilegum orsökum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrí Isavia, sagði í svari við fyrirspurn Suðurnes.net í haust að upplýsingar um hávaðamælingar á flugvellinum yrðu að öllum líkindum birtar í rauntíma á vefsíðu fyrirtækisins í vetur.

Nú er svo komið að þar sem útlit er fyrir að fjöldi áætlunar- og fraktflugferða um Keflavíkurflugvöll á árinu fari yfir 50 þúsund þarf að hávæðamæla völlinn samkvæmt reglugerð og fer Umhverfisstonum með framkvæmd verkefnisins.