Auka afköstin í Helguvík – Nýtt 130 tonna þjónustutæki komið til landsins
Eimskip hefur tekið í notkun nýtt 132 tonna þjónustutæki í Helguvíkurhöfn. Tækið er sérlega afkastamikið við að ferma og afferma vörur og farma við krefjandi aðstæður.
Framleiðandi tækisins er Sennebogen í Þýskalandi og er þetta fyrsta tæki sinnar tegundar á Íslandi. Á meðfylgjandi mynd sést stærð tækisins, en undir armi þess stendur Karl Einar Óskarsson hafnsögumaður Reykjaneshafnar við þjónustubifreið hafnarinnar.