Banna umferð gangandi og akandi við Keili

Veginum að Keili hefur verið lokað og hefur lögregla beint þeím tilmælum til fólks að virða lokanir.
Þá hefur íbúum í Reykjanesbæ verið send smáskilaboð vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þar segir að bann sé lagt við allri umferð, gangandi og akandi, í námunda við Keili og Fagradalsfjall.