Nýjast á Local Suðurnes

Loka leikskóla vegna raka- og mygluvandamála

Leikskólanum Garðaseli verður lokað næsta haust og kennsla færð í nýjan leikskóla í Hlíðahverfi. Þetta mun vera gert vegna raka- og mygluvandamála í núverandi húsnæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á foreldra barna í leikskólanum, en þar kemur fram að ýmsar breytingar og lagfæringar hafi verið gerðar á húsnæðinu sem ekki hafi skilað tilætluðum árangri.

Tilkynning til foreldra í heild sinni:

húsnæðismál í Garðaseli
Eins og flestum er kunnugt þá höfum við hér í Garðaseli verið að glíma við rakaskemmdir og myglu í dágóðan tíma. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á húsnæðinu, bæði stórar og smáar, sem því miður hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Í ljósi þess stöndum við frammi fyrir því að það svarar ekki tilkostnaði að fara í frekari lagfæringar á húsnæði Garðasels og er húsnæðið því ekki lengur hentugt fyrir skólastarfsemi. Þess vegna hefur Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekið þá ákvörðun að flytja starfsemi Garðasels yfir í nýtt húsnæði. Áætlað er að haustið 2024 muni leikskólinn flytja í nýjan leikskóla sem verið er að byggja í Hlíðarhverfi og verður það okkar framtíðarhúsnæði. Á meðan beðið er flutnings verður áfram mikil áhersla lögð á bætt loftgæði í leikskólanum, m.a. með öflugum loftræstikerfum og lofthreinsitækjum. Velferð barna og starfsfólks er höfð í fyrirrúmi. Framundan eru spennandi tímar og við hlökkum til að takast á við þessar nýju áskoranir. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við leikskólastjórnendur