Nýjast á Local Suðurnes

Sandgerðisbær færir Knattspyrnufélaginu Reyni veglega gjöf

Knattspyrnufélagið Reynir fagnar á árinu 80 ára afmæli félagsins og af því tilefni samþykkti bæjarráð Sandgerðisbæjar að veita félaginu gjöf að upphæð samtals kr. 1.250.000,- sem skiptist á deildir og aðalstjórn félagsins.

Jafnframt fær Körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna árangurs þar sem meistaraflokkur karla fór upp um deild vorið 2015.

Bæjarráð sendi hamingjuóskir til handa Knattspyrnufélaginu Reyni í tilefni afmælisins og þakkar félaginu það framlag sem það hefur lagt til samfélagsins á liðnum árum.