Nýjast á Local Suðurnes

Kynning á fagháskólanámi í leikskólafræðum

Kynningarfundur um fagháskólanám í leikskólafræðum verður haldinn í dag. Námið er samstarfsverkefni Keilis, Háskóla Íslands og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Starfsfólk og kennarar Háskóla Íslands og Keilis kynna námið og námsráðgjafar verða á staðnum.

Þá verður hægt að fræðast um nýstárlega kennsluhætti og skoða sveigjanleg námsrými Keilis sem aðlaga sig að þörfum og kröfum nútíma nemenda.

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn, sem haldinn verður í húsnæði Keilis við Grænásbraut klukkan 16:15 í dag, miðvikudag.