Nýjast á Local Suðurnes

Hótel Keflavík finnur fyrir sterku gengi krónunnar – Um 40 hópar afbókaðir á einu bretti

Erlendir ferðaheildsalar eru farnir að afbóka ferðir til Íslands í miklum mæli, en um er að ræða birtingarmynd sterks gengis íslensku krónunnar að mati Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra á Hótel Keflavík, sem er farin að sjá miklar afbókanir fyrir vetrartörnina.

„Við erum farin að sjá afbókanir í vetur. Nú í fyrradag var til dæmis ferðaheildsali að afbóka 40 hópa sem áttu að vera í vetur,“ segir Steinþór í Morgunblaðinu í dag. „Það var hætt við allar ferðirnar eins og þær leggja sig. Önnur hótel sem voru með þessa seríu hljóta að fá þessar afbókanir líka.” Segir Steinþór

“Þetta er einn aðili af mörgum sem eru að afbóka í heilu lagi. Hann er hættur að selja ferðir til Íslands út af verðinu. Ferðaheildsalar munu beina ferðamönnum til ódýrari landa, t.d. Noregs og Írlands.“