Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar fá öflugan liðsstyrk

Keflavíkurstúlkur halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í fyrstu deildinni í knattspyrnu, en markmið liðsins er einfalt þetta tímabilið, að koma sér aftur í Pepsi Max deildina.

Keflavík hefur samið við bandarískan leikmann Paulu Germino-Watnick. Paula er 22 ára framherji og miðjumaður og kemur frá Maryland.

Paula spilar með Georgetown University í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún útskrifast nú í vor. Hún hefur verið lykilmaður með liði sínu sem fór alla leið í úrslitaleikinn yfir öll Bandaríkin 2018. Hún hefur verið valin í tvö úrvalslið eftir tímabilið 2019 „Women’s All-East Region First Team“ og „Women’s Scholar All-America First Team“.

Í tilkynningu frá Keflavík segir að Paula sé mjög spennt að koma til Íslands og taka þátt í verkefni sumarsins. Það eru því miklar væntingar til frammistöðu hennar í sumar í Inkasso.