Nýjast á Local Suðurnes

Gefa sódavatn og sælgæti í brettavís

Gjafmildi fyrirtækja á Suðurnesjum virðist ekki eiga sér nein takmörk um þessar mundir, en við höfum undanfarna daga sagt frá góðmennsku forsvarsmanna bilastæðafyrirtækja sem hafa boðið starfsfólk til góðgerðarsamtaka eða gefið páskaegg í hundraðavís.

En það eru fleiri á ferðinni, þannig hefur hreingerningarfyrirtækið Allt hreint staðið í ströngu í morgun og afhent sódavatn og sælgæti til þeirra sem standa í ströngu þessa dagana. Brunavarnir Suðurnesja greina frá þessu auk þess sem okkur á Suðnesinu hafa borist ábendingar frá öðrum stofnunum og einstaklingum varðandi þetta frábæra framtak.

Mynd: Facebook / Brunavarnir Suðurnesja