Nýjast á Local Suðurnes

KR-ingar telfdu fram ólöglegum leikmanni – Keflavík fær annað tækifæri

Keflvíkingar hafa fengið óvænta líflínu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir að í ljós kom að KR-ingar telfdu fram ólöglegum leikmanni í þriðja leik liðanna sem fram fór í Keflavík á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ, en stjórn sambandsins fundaði um málið í morgun.

Leikmaðurinn, Haraldur Óðinn Erluson, kom ekki við sögu í leiknum, en þar sem hann var skráður á leikskýrslu og var til staðar á varamannabekk liðsins verður reglum samkvæmt að leika á ný.

Leikurinn fer fram í kvöld klukkan 18:15 í Blue-höllinni í Keflavík. Keflvíkingar vonast til að sjá sem flesta á vellinum, og hafa ákveðið að bjóða upp á ókeypis hamborgara og drykki auk þess sem miðaverð á leikinn verður á hálfvirði.