Undirbúa sig vegna hugsanlegrar náttúruvár
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við uppsetningu færanlegrar varaaflsstöðvar í sveitarfélaginu, ásamt því að koma upp viðeigandi tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla, en skólabyggingin er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum.
Þá var á síðasta fundi ráðsins ítrekuð bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að unnin verði rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið, og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við Almannavarnarnefnd.
Bæjarstjórinn, Ásgeir Eiríksson, gerði málunum einnig góð skil í pistli sem birtur er á heimasíðu sveitarfélagsins en þar greinir hann frá því að mesta hættan sem steðjar að Vogum beinist að því hvort innviðir verði fyrir skakkaföllum, þ.e. rafmagnframleiðsla og rafmagnsdreifing; dreifing heita og kalda vatnsins og fjarskipti. Hann segir Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins því einkum þurfa að beinast að með hvaða hætti tekist yrði á við slíka röskun