Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar áfram á sigurbraut

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Keflvíkingar heimsóttu Grind­vík­ing­a í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld, fyrir leikinn voru Keflvíkingar taplausir og það breyttist ekki í kvöld, því þeir höfðu sigur, 94-101.

Sigur Keflvíkinga var sannkallaður vinnusigur, liðið vann eins og smurð vél sem skilaði stigunum hægt og örugglega í hús, þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi náð að bíta frá sér í fjórða leikhluta og hleypt smá spennu í leikinn.

Earl Brown var stigahæstur hjá Keflavík með 28 stig auk þess sem Valur Orri hélt áfram að spila vel en hann stjórnaði leiknum fyrir Keflavík. Einnig spiluðu þeir Ágúst Orrason og Reggie Dupree mjög vel en þeir skoruðu hvor 19 stig.

Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur hjá Gridvíkingum með 19 stig.