Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkursigur í tvíframlengdum leik

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Öll Suðurnesjaliðin í Dominos-deild karla í körfuknattleik eru með fullt hús stiga eftir sigur Keflvíkinga á Haukum í TM-höllinni í kvöld. Leikurinn var tvíframlengdur og lokatölur urðu 109-104, eftir að Haukar höfðu haft 8 stiga forskot í hálfleik, 42-50.

Keflvíkingar náðu sex stiga forskoti 83-77 þegar skammt var eftir af leiknum. Haukar gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að jafna leikinn í 88-88 með þriggja stiga skoti og þótt bæði lið fengju tækifæri til að klára leikinn vildi boltinn ekki ofaní körfuna og framlengja þurfti leikinn.

Haukar voru sterkari aðilinn í framlengingunni og náðu fimm stiga forskoti en Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að knýja fram aðra framlengingu. Síðari framlengingin var eign Keflvíkinga en þeir náðu fljótt forskoti sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu leikinn 109-104.

Earl Brown Jr. skoraði 35 stig fyrir Keflavík og Valur Orri Valsson 18.