Grindavíkurstúlkur í góðri stöðu eftir sigur á Haukum

Grindavíkurstúlkur eru komnar 2-0 yfir í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik, eftir 85-71 sigur í Mustad-höllinni í Grindavík í gær. Þær þurfa því aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið. Stuðningsmenn liðsins eiga stóran þátt í þessum sigri, því stemmningin í Grindavík í gær var eins og best verður á kosið.
Grindvíkingar spiluðu vel sóknarlega og varnarleikurinn var einnig í sterkari kantinum sem skilaði sterkum sigri gegn Haukaliðinu sem hafði fyrir þessa seríu gegn Grindvíkingum einungis tapað einum leik í deildarkeppninni.
Whitney Michelle Frazier skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og átti 5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir skoraði 15 stig og Ingunn Embla Kristínardóttir 14.