Ákveðnir Keflvíkingar lögðu ÍR-inga í Dominos-deildinni
Keflvíkingar hafa heldur betur rétt úr kútnum í Dominos-deildinni í körfuknattleik, liðið er komið í 6-8. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í því næst neðsta. Liðið vann sannfærandi sigur á ÍR-ingum í TM-höllinni í kvöld, 98-79.
Keflvíkingar voru betri á flestum sviðum körfuboltans í kvöld og allir leikmenn stóðu fyrir sínu, varnarleikur liðsins gekk einstaklega vel í kvöld og var liðið með mikinn fjölda stolinna bolta auk þess sem fráköstin voru þeirra. Keflvíkingar komu mjög ákveðnir til leiks og sjálfstraustið í botni, enda varnarleikurinn sterkur og hitnin góð. Liðið náði strax góðri forystu sem ÍR-ingar náðu ekki að ógna.
Amin Khalil Stevens var stigahæstur Keflvíkinga með 29 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson kom næstur með 18.