Nýjast á Local Suðurnes

Leikmenn Njarðvíkur og Þórs Þ. borguðu sig inn

Leikur Njarðvíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst nú klukkan 19:15, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn er sá síðasti sem liðin leika fyrir jólafrí og brugðu Njarðvíkingar á það ráð að gera góðverk fyrir jólin og rennur allur ágóði af miðasölunni til Fjölskylduhjálpar og Unicef.

Leikmenn beggja liða eru greinilega öðlingar miklir því allir sem einn borguðu þeir sig inn á leikinn með geði glöðu og styrktu þannig við málefnin tvö.